Við viljum þig í Team Spark!

Smellið hér til að sækja um

Team Spark er kappaksturslið nemenda við Háskóla Íslands. Árlega smíðum við rafknúinn kappakstursbíl og keppum á Formula Student sem er ein stærsta samkoma verkfræðinema í heiminum. Liðinu er skipt í sex hópa og hver liðsmaður ber ábyrgð á einhverjum hluta bílsins. Einnig reynir á sjálfstæði nemenda og samheldni hópsins og er þetta einstök reynsla sem nýtist hverjum og einum í sínu framtíðarstarfi.

Aerodynamics - Loftflæði

Loftflæðihópurinn sér um hönnun og smíði á vængjum bílsins. Team Spark hefur vakið mikla athygli erlendis vegna einstakrar framleiðsluaðferðar. Verkefni hópsins er að hanna vængi með hjálp tölvugreininga í þeim tilgangi að bæta aksturseiginleika bílsins og kæla drifkerfi hans. Hópurinn hefur á síðustu árum tekið miklum framförum og verður verkefni þessa árs að bæta það enn frekar.

Verkefni innan hópsins
 • Greiningar á loftflæði
 • Hönnun á vængjum
 • Framleiðsla og þróun

Chassis Systems - Kerfi burðarvirkis

Hópurinn sér um allt sem tengist öryggi ökumanns og samskipti ökumanns og bílsins. Hópurinn sér meðal annars um eldvegginn sem aðskilur ökumannsrýmið frá batteríboxinu, höggköggulinn, batteríboxið sem passar að batteríin skemmist ekki í keyrslu, pedalaboxið og sætið. Margir möguleikar eru til bætinga á fyrri hönnun þessa kerfis, en hópurinn mun einnig vinna náið með einbolungshópnum í framleiðsluferlinu.

Verkefni innan hópsins
 • Öryggisbúnaður
 • Ökumannsrými
 • Box fyrir rafmagnsbúnað

Drivetrain - Drifkerfi

Drifkerfishópurinn sér um að skila afli mótorsins til dekkjanna með sem mestri nýtni. Unnið er í MATLAB, CAD teikniforritum og mun hópurinn byggja ákvarðanatökur á mælingum á síðasta bíl, TS18. Markmið hópsins er ávalt að gera betur en árið áður og létta kerfið eins og hægt er.

Verkefni innan hópsins
 • Útreikningar á gírhlutfalli
 • Stillingar
 • Hönnun og smíði á öxlum, liðum o.fl.
 • Nýjungar í festungum

Electric - Rafmagn

Rafmagnshópurinn sér um hönnun, smíði og forritun á stýribúnaði bílsins en stærsti hlutinn af rafbúnaði bílsins er hannaður og smíðaður af liðinu. Meðal þeirra verkefna sem hópurinn fæst við eru hönnun rafeindarása og prentplatna, þróun skynjarabúnaðs og stýrikerfa bílsins.

Verkefni innan hópsins
 • Mótor og stýribúnaður
 • Batterípakki
 • Skynjarar og samskiptabúnaður
 • Mælaborð

Monocoque - Einbolungur

Hlutverk monocoque hópsins er að smíða burðarvirki bílsins. Burðarvirki Team Spark tók miklum stakkaskiptum á síðastliðnu ári þegar liðið hannaði og smíðaði svokallaðan monocoque (ísl. einbolungur) í fyrsta skipti. En í monocoque burðarvirki hvílir álagið í raun á ytra byrði bílsins ólíkt grindarbílum þar sem stálgrind tekur við álaginu og skel er sett yfir grindina. Monocoque-inn er smíðaður úr koltrefjum og ál honeycomb-i sem getur létt bílinn töluvert samanborið við stálgrindarburðarvirki. Markmið hópsins í ár er meðal annars að framkvæma tilraunir á koltrefjaplötum með það í huga að létta bílinn.

Verkefni innan hópsins
 • Smíða burðarvirki bílsins
 • Gera prófanir
 • Structural Equivalency Spreadsheet

Operations - Framkvæmd

Rekstrarhópurinn sér um allt utanumhald liðsins og meira til. Hópurinn sér meðal annars um styrki til liðsins, skipulag, viðburði og fleira. Hópurinn vinnur í beinum tengslum við stjórnina, skólann og fyrirtækin sem styrkja liðið. Verkefnin eru því fjölbreytt og krefjandi.

Verkefni innan hópsins
 • Styrkjamál
 • Viðburðir
 • Hópefli
 • Skráning og skipulag á keppnisferðum liðsins
 • Flutningur bílsins á keppnir
 • Fjármál
 • Markaðssetning
 • Samfélagsmiðlar

Suspension - Fjöðrun

Fjöðrunarhópurinn sér um að hanna og smíða allt sem heldur dekkjunum við burðarvirki bílsins. Hópurinn sér einnig um akstursaflfræði (e. vehicle dynamics) og greiningar á aksturseiginleikum bílsins. Í ár verður lögð áhersla á gagnasöfnun og að fínpússa núverandi fjöðrunarkerfi.

Verkefni innan hópsins
 • Greiningar og útreikningar
 • Tölvuteikningar
 • Framleiðsla
 • Prófanir
Team Spark

Team Spark

TeamSpark@TeamSpark.is

Kt. 5908100610

Bankanr. 0137-15-381172

Hjarðarhaga 2-6

107 Reykjavík

Iceland