Króatía og nýliðun

28. október 2024

Við í Team Spark erum komin heim af keppni, þar sem við tókum þátt í Formula Student Alpe Adria (FSAA), sem haldin var í Króatíu dagana 20. til 25. ágúst 2024.

Í ár kepptu 51 lið frá 15 löndum og hvert lið mætti með sinn kappakstursbíl. Fyrir hönd Team Spark fóru 15 liðsmenn til að keppa og var þetta fyrsta skipti liðsins að keppa í FSAA keppninni. Keppnin byrjaði á skemmtilegri athöfn og næsta dag var bíllinn settur í sk. mechanical scrutineering þar sem að öryggi bílsins er kannað í samræmi við reglur keppninnar. Bíllinn okkar, Fenrir TS24 komst ekki í gegnum þessa skoðun og því máttum við ekki keppa í aksturgreinum keppninnar. Við lærðum mikið af þessari keppni og hlökkum til að keppa aftur á næsta ári með betrumbættan bíl. 

Fljótlega eftir heimkomu hófst nýliðun, sem hefur gengið mjög vel og nú eru 50 liðsmenn í Team Spark. Við erum spennt fyrir framhaldinu og hlökkum til að leyfa ykkur að fylgjast með!