Formula Student Iceland

Opið fyrir umsóknir

Sækja um

Liðið

Team Spark er kappaksturslið Háskóla Íslands. Liðið samanstendur af rúmlega 40 nemendum við verkfræði- og náttúruvísindasvið. Smíði kappakstursbíls er krefjandi verkefni og fást nemendur við fjölbreytt og flókin verkefni sem eru ólík þeim sem verða á vegi þeirra í hefðbundnu námi. Liðið skilar því öflugum og reynslumiklum nemendum í atvinnulífið sem og frekara nám.

Bíllinn

Nýjasti bíll liðsins er TS19-Silfra. Síðastliðið sumar fór liðið með Silfru á 3 keppnir í Evrópu, á Ítalíu, Austurríki og Spáni og komst bílinn í gegnum allar öryggisprófanir og keyrði á öllum keppnum. Bíllinn er svipaður forvera hans TS18 en ýmis kerfi hafa verið betrumbætt og burðarvirkið létt.

Team Spark á leið til Spánar!

7. mars 2023

Liðið stefnir til Spánar í ágúst þar sem við munum keppa á hinni velþekktu formúlu 1 braut, Circuit de Barcelona. Síðast fór liðið til Spánar árið 2019 og erum við verulega spennt að feta í fótspor þeirra liðsmanna sem kepptu fyrir hönd Team Spark þá. Að þessu sinni höfðum við 6 keppnir að velja um, en við komumst einnig inn hjá Rúmeníu, Bretlandi, Swiss, Portúgal og Ítalíu.Við erum alveg einstaklega stolt af þeim árangri að komast inn á 6 keppnir enda hörð samkeppni um þátttökurétt, en til að öðlast hann voru þeytt próf fyrir hverja keppni sem haldin voru á svokölluðum regluprófsdegi þar sem við þeyttum prófin hver á eftir öðrum. Lögðu liðsmenn mikið á sig í undirbúningi fyrir prófin sem svo sannarlega sést að hefur borgað sig.

Lesa frétt

UT messan

12. febrúar 2023

Team Spark tók þátt í UT messunni sem fór fram síðustu helgi í Hörpunni þar sem við fengum að sýna bílinn okkar gestum ráðstefnunnar.  Á UT messunni komu saman öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins að sýna tækninýjungar sínar. Ótrúlega gaman að fá að vera partur af þessari ráðstefnu.

Lesa frétt

Kynningarfundir Team Spark 2020

8. september 2020

Nýtt skólaár er hafið í Háskóla Íslands og þýðir að nýtt ár er hafið í Team Spark.

Lesa frétt

2018

Fyrsti einbolungur framleiddur á Íslandi

Frá upphafi voru bílar liðsins smíðaðir á stálgrind. Með því að smíða burðarvirkið úr koltrefjum er hægt að létta bílinn talsvert.

2016

Fyrsti bíll Team Spark með vængi

Með því að bæta vængjum við kappakstursbíl er hægt að auka grip dekkjana töluvert og þar með ná betri tímum úti á keppnum.

2012

Fyrsti ökuhæfi bíll liðsins afhjúpaður

TS12 var fyrsti fullbúni bíllinn sem liðið smíðaði. Bíllinn keppti á Silverstone á Bretlandi sumarið 2012.

2010

Team Spark stofnað

Liðið var stofnað af litlum hópi verkfræðinema við HÍ árið 2010 og hafa stöðugar framfarir orðið síðan.

Styrktaraðilar

Team Spark gæti ekki smíðað bílinn sinn án stuðnings styrktaraðila sinna. Við kunnum virkilega að meta alla vinnu, efni, aðstöðu, verkfæri, ráðgjöf og fleira sem íslensk fyrirtæki hafa lagt okkur til liðs.

Styrktaraðilar Kynningarefni

Formula Student

Formula Student er stærsta alþjóðlega verkfræðikeppni heims og eru keppnirnar haldnar víðsvegar um heim á hverju ári. Nánast allir stærstu tækniháskólar í Evrópu eru með lið í keppninni og er samkeppnin mikil.

Um keppnina