Formula Student Iceland

Liðið

Team Spark er kappaksturslið Háskóla Íslands. Liðið samanstendur af rúmlega 40 nemendum við verkfræði- og náttúruvísindasvið. Smíði kappakstursbíls er krefjandi verkefni og fást nemendur við fjölbreytt og flókin verkefni sem eru ólík þeim sem verða á vegi þeirra í hefðbundnu námi. Liðið skilar því öflugum og reynslumiklum nemendum í atvinnulífið sem og frekara nám.

Bíllinn

Nýjasti bíll liðsins er TS19-Silfra. Síðastliðið sumar fór liðið með Silfru á 3 keppnir í Evrópu, á Ítalíu, Austurríki og Spáni og komst bílinn í gegnum allar öryggisprófanir og keyrði á öllum keppnum. Bíllinn er svipaður forvera hans TS18 en ýmis kerfi hafa verið betrumbætt og burðarvirkið létt.

Vísindavaka

12. nóvember 2024

Haustið hefur verið viðburðaríkt hjá Team Spark, nýliðun hefur gengið mjög vel og í tilefni að því fórum við í pílu á Skor til þess að skemmta okkur og kynnast hvort öðru.

Lesa frétt

Króatía og nýliðun

28. október 2024

Við í Team Spark erum komin heim af keppni, þar sem við tókum þátt í Formula Student Alpe Adria (FSAA), sem haldin var í Króatíu dagana 20. til 25. ágúst 2024.

Lesa frétt

Team Spark á leið til Króatíu eftir árangursríkan regluprófsdag

8. febrúar 2024

Þann 26. janúar voru haldin reglupróf til að komast inn á Formula Student (e. FS) keppnir víðs vegar um Evrópu en þar munu 15 keppnir fara fram í sumar. 

Lesa frétt

2018

Fyrsti einbolungur framleiddur á Íslandi

Frá upphafi voru bílar liðsins smíðaðir á stálgrind. Með því að smíða burðarvirkið úr koltrefjum er hægt að létta bílinn talsvert.

2016

Fyrsti bíll Team Spark með vængi

Með því að bæta vængjum við kappakstursbíl er hægt að auka grip dekkjana töluvert og þar með ná betri tímum úti á keppnum.

2012

Fyrsti ökuhæfi bíll liðsins afhjúpaður

TS12 var fyrsti fullbúni bíllinn sem liðið smíðaði. Bíllinn keppti á Silverstone á Bretlandi sumarið 2012.

2010

Team Spark stofnað

Liðið var stofnað af litlum hópi verkfræðinema við HÍ árið 2010 og hafa stöðugar framfarir orðið síðan.

Styrktaraðilar

Team Spark gæti ekki smíðað bílinn sinn án stuðnings styrktaraðila sinna. Við kunnum virkilega að meta alla vinnu, efni, aðstöðu, verkfæri, ráðgjöf og fleira sem íslensk fyrirtæki hafa lagt okkur til liðs.

Styrktaraðilar Kynningarefni

Formula Student

Formula Student er stærsta alþjóðlega verkfræðikeppni heims og eru keppnirnar haldnar víðsvegar um heim á hverju ári. Nánast allir stærstu tækniháskólar í Evrópu eru með lið í keppninni og er samkeppnin mikil.

Um keppnina