Formula Student Iceland

Kappaksturslið Háskóla Íslands

Liðið

Team Spark er kappaksturslið Háskóla Íslands. Liðið samanstendur af rúmlega 40 nemendum við verkfræði- og náttúruvísindasvið. Smíði kappakstursbíls er krefjandi verkefni og fást nemendur við fjölbreytt og flókin verkefni sem eru ólík þeim sem verða á vegi þeirra í hefðbundnu námi. Liðið skilar því öflugum og reynslumiklum nemendum í atvinnulífið sem og frekara nám.

Bíllinn

Nýjasti bíll liðsins er Garún. Síðasta sumar fór hópur 20 nemenda til Spánar til að keppa í aðþjóðlegu verkfræðikeppninni Formula Student á formúlu 1 brautinni í Barcelona og vann meðal annars verðlaun fyrir besta liðsandann.

2018

Fyrsti einbolungur framleiddur á Íslandi

Frá upphafi voru bílar liðsins smíðaðir á stálgrind. Með því að smíða burðarvirkið úr koltrefjum er hægt að létta bílinn talsvert.

2016

Fyrsti bíll Team Spark með vængi

Með því að bæta vængjum við kappakstursbíl er hægt að auka grip dekkjana töluvert og þar með ná betri tímum úti á keppnum.

2012

Fyrsti ökuhæfi bíll liðsins afhjúpaður

TS12 var fyrsti fullbúni bíllinn sem liðið smíðaði. Bíllinn keppti á Silverstone á Bretlandi sumarið 2012.

2010

Team Spark stofnað

Liðið var stofnað af litlum hópi verkfræðinema við HÍ árið 2010 og hafa stöðugar framfarir orðið síðan.

Framleiðsla á góðu skriði

1. mars 2019

Team Spark er nú í óða önn að ljúka framleiðslu á TS19, nýjasta bíl liðsins. Framleiðslan hefur staðið yfir frá því í janúar á þessu ári og gengur vel, þrátt fyrir nokkra erfiðleika. Í dag er stefnan sett á að afhjúpa nýja bílinn þann 4. apríl á Háskólatorgi.

Lesa frétt

Nýtt verkstæði

1. febrúar 2019

Team Spark er nú flutt úr gömlu aðstöðunni sinni í kjallara VR-III og í gámastæðu sem Háskóli Íslands hefur útvegað liðinu. Ljóst er að nýja aðstaðan mun reynast liðinu vel, enda að mörgu leiti óhentugt að smíða bíl í kjallara.

Lesa frétt

Keyrsla hjá AÍH

3. september 2018

Síðstu helgi var Garún keyrð á akstursbraut AÍH í Hafnarfirði. Helgin nýttist vel til að gera ýmsar mælingar og einnig til að þjálfa ökumenn liðsins. Við vonumst til þess að þessar keyrslur verði að reglulegum viðburði hjá okkur.

Lesa frétt

Styrktaraðilar

Team Spark gæti ekki smíðað bílinn sinn án stuðnings styrktaraðila sinna. Við kunnum virkilega að meta alla vinnu, efni, aðstöðu, verkfæri, ráðgjöf og fleira sem íslensk fyrirtæki hafa lagt okkur til liðs.

Styrktaraðilar Kynningarefni

Formula Student

Formula Student er stærsta alþjóðlega verkfræðikeppni heims og eru keppnirnar haldnar víðsvegar um heim á hverju ári. Nánast allir stærstu tækniháskólar í Evrópu eru með lið í keppninni og er samkeppnin mikil.

Um keppnina