Eldri bílar

Allir bílar frá upphafi

TS17 - Laki

TS17 var nefndur eftir hinu stórfenglega eldfjalli Laki. Á 18 öldinni gaus Laki yfir 7 mánaða skeið, þar sem það spúði hrauni og fyllti himininn af þykkum skýjum sem höfðu mikil áhrif á veðurfar og íbúa Evrópu. Kappakstursbíllinn tók þátt í tveimur keppnum, FSAE Ítalíu og FS Austurríki. Laki var með fullan loftflæðibúnað, bæði vængi og loftdreifara ásamt öðrum nýjungum s.s. keðjudrifi.

  • Battery: 144 LiPo Cells
  • Motor: Emrax 228 100 kW
  • Chassis: TIG Welded Steel Tube Frame
  • Weight: 217 kg

TS16

TS16 tók þátt í tveimur keppnum, FSUK og FSAE Ítalíu árið 2016. Bíllinn var stefnumótandi fyrir Team Spark því að hann var sá fyrsti með fullan loftflæðisbúnað og til þess að keppta í tveimur keppnum. Framleiðsluaðferð loftflæðibúnaðarins vakti mikla athygli og margir gáfu sér tíma til þess að kíkja við í pittinum til þess að skoða og spyrja spurninga. Einn gestanna var hinn víðfrægi Willem Toet - sem hafði stjórn með loftflæðisteyma Benetton, BMW og Ferrari. Willem var svo áhugasamur um það sem við höfðum gert að hann skrifaði grein um það. Annars var TS16 að miklu leyti byggður á grunni TS15 en hann var endurbættur.

  • Battery: 144 LiPo Cells
  • Motor: Emrax 228 100 kW
  • Chassis: Steel Space Frame
  • Weight: 273 kg

TS15

TS15 var byggður á sama grunni og TS14. Þegar verið var að hanna var þyngd og styrkur í fyrirrúmi, þar af leiðandi varð bíllinn töluvert léttari, eða um 100kg. Þetta var gert með því að fækka rörum í burðarvirkinu, lögum af koltrefjum í skelinni og öll rör í fjöðruninni var breytt úr áli yfir í koltrefjar. Mesta orka sem fæst úr mótor bílsins eru 100kW sem geir hann samanburðarhæfan við bílana sem hann var að keppast við. TS15 var upphafið að nýju tímabili fyrir Team Spark!

  • Battery: 144 LiPo Cells
  • Motor: Emrax 228 100 kW
  • Chassis: Steel Space Frame
  • Weight: 220 kg

TS14

TS14 var þriðji bíllinn sem Team Spark hafði búið til og annar bíllinn sem keyrði og sá fyrsti sem kláraði öryggisprófanir Bíllinn var byggður á svipuðum hugmyndum og forverar hans, sérstaklega þó TS13. En einnig var byggt útfrá umsögnum dómaranna frá síðustu keppni. RAfhlöðunum var komið fyrir í tveimur hólfum sitt hvoru megin á bílnum. Burðarvirkið var byggt þannig að ökumaðurinn hallaðinst aðeins aftur, þá var massamiðjan nær jörðinni og það var þægilegri akstursstaða. sætið var nú búið til úr koltrefjum sem gerði það þrisvar sinnum léttara en glertrefjasætið sem notað hafði verið síðustu ár. Fjöðrunin er allavega A-arma fjöðrunarkerfi (double unequal wishbone pushrod system). Prófað var að framleiða bjöllusveifinarnar á nýjann hátt í ár, þær voru sandsteyptar úr áli. Formið hafði verið fengið með því að leggja þrívíddarprentað módel af sveifunum í sandinn. Bolur TS14 var svo gerður úr óbökuðum koltrefjum.

  • Battery: LiFePO4 72.6 V
  • Motor: 2x Agni 95r (60 kW)
  • Chassis: Steel space frame
  • Weight: 325 kg

TS12

TS12 var fyrsti fullkláraði bíllinn, glænýjar skemmtilegar hugmyndir vorum notaðar við hönnun bílsins. Rafhlöðurnar voru nú settar fyrir aftan ökumannssætið og rafkerfið var byggt frá grunni. Burðarvirkið var sterkt og öruggt, fjöðrun og drifkerfi voru einföld , örugg og áreiðanleg. Bolurinn var hannaður og framleiddur í samstarfi við Listaháskóla Íslands. Liðið keppti í fyrsta skipti í klasa 1 árið 2012, en því miður var bíllin í ólagi á meðan viðburðinum stóð.

  • Battery: LiFePO4 72.6 V
  • Motor: 2x Agni 95r (60 kW)
  • Chassis: Steel space frame
  • Weight: 330 kg

TS11

Fyrsti bíll Team Spark, bíllinn var með einfalt fjöðrunarkerfi, burðarvirki úr stáli og skel úr glertrefjum. Bíllinn var ekki með drifkerfi þegar liðið hélt til keppni á Silvestone í fyrsta skiptið árið 2011. Keppnin fór vel og liðið fékk Airbus verðlaunin fyrir að sýna góðann liðsanda.

  • Battery: LiFePO4 72.6 V
  • Motor: 2x Agni 95r (60 kW)
  • Chassis: Steel space frame
  • Weight: 380 kg