Formula Student er alþjóðleg kappaksturs- og verkfræðikeppni sem er haldin víðsvegar um heim. Keppnin er sú stærsta sinnar tegundar og eru flestir tækniháskólar með lið. Bíllinn þarf að uppfylla strangar reglur sem samtökin gefa út og þarf bíllinn að komast í gegnum strangar skoðanir áður en hann má keyra á keppnum.
Keppnirnar fara yfirleitt fram á stórum kappakstursbrautum, þar á meðal vel þekktum formúlu 1 brautum. Þær standa vanalega yfir í um viku og er skipt í nokkrar greinar sem reyna á verkfræðilega hugsun sem og árangur í akstri. Lið geta fengið allt að 1000 stig fyrir allar greinarnar.
Team Spark fer á hverju ári með nýjasta bíl sinn á eina eða fleiri keppnir í Evrópu.
Hönnunarkynning - 150 stig
Liðið kynnir fyrir dómurum hönnunarforsendur, tæknileg atriði og greiningar.
Kostnaðar- og framleiðslukynning - 100 stig
Kostnaðaráætlun og framleiðsluáætlun kynnt fyrir dómurum.
Viðskiptakynning - 75 stig
Liðið markaðssetur bílinn og kynnir fyrir mögulegum fjárfestum.
Acceleration - 75 stig
Bein 75 metra braut þar sem eitt lið keppir í einu.
Skid-Pad - 75 stig
Liðið reynir á miðflóttakraft bílsins á áttulaga braut.
Autocross - 100 stig
Kappakstur þar sem liðið með besta tímann vinnur.
Efficiency - 100 stig
Orkunotkun bílsins er mæld og borin saman við tímana úr endurance.
Endurance - 325 stig
22 kílómetra braut þar sem nokkur lið keppa í einu og skipta þarf um ökumann í miðri keppni.
Keppnir sem Team Spark hefur tekið þátt í.
Austurríki | TS17, TS19 |
Bretland | TS12, TS14, TS15, TS16 |
Ítalía | TS16, TS17, TS19 |
Spánn | TS18, TS19 |