Liðið stefnir til Spánar í ágúst þar sem við munum keppa á hinni velþekktu formúlu 1 braut, Circuit de Barcelona. Síðast fór liðið til Spánar árið 2019 og erum við verulega spennt að feta í fótspor þeirra liðsmanna sem kepptu fyrir hönd Team Spark þá. Að þessu sinni höfðum við 6 keppnir að velja um, en við komumst einnig inn hjá Rúmeníu, Bretlandi, Swiss, Portúgal og Ítalíu.Við erum alveg einstaklega stolt af þeim árangri að komast inn á 6 keppnir enda hörð samkeppni um þátttökurétt, en til að öðlast hann voru þeytt próf fyrir hverja keppni sem haldin voru á svokölluðum regluprófsdegi þar sem við þeyttum prófin hver á eftir öðrum. Lögðu liðsmenn mikið á sig í undirbúningi fyrir prófin sem svo sannarlega sést að hefur borgað sig.
Lesa fréttTeam Spark tók þátt í UT messunni sem fór fram síðustu helgi í Hörpunni þar sem við fengum að sýna bílinn okkar gestum ráðstefnunnar. Á UT messunni komu saman öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins að sýna tækninýjungar sínar. Ótrúlega gaman að fá að vera partur af þessari ráðstefnu.
Lesa fréttNýtt skólaár er hafið í Háskóla Íslands og þýðir að nýtt ár er hafið í Team Spark.
Lesa fréttNý önn er hafinn og það þýðir að Team Spark er að leita að nýjum og áhugasömum liðsfélögum. Kynningarfundir um Team Spark verða báðir haldnir í VR-II.
Lesa fréttTeam Spark er nú í óða önn að ljúka framleiðslu á TS19, nýjasta bíl liðsins. Framleiðslan hefur staðið yfir frá því í janúar á þessu ári og gengur vel, þrátt fyrir nokkra erfiðleika. Í dag er stefnan sett á að afhjúpa nýja bílinn þann 4. apríl á Háskólatorgi.
Lesa fréttTeam Spark er nú flutt úr gömlu aðstöðunni sinni í kjallara VR-III og í gámastæðu sem Háskóli Íslands hefur útvegað liðinu. Ljóst er að nýja aðstaðan mun reynast liðinu vel, enda að mörgu leiti óhentugt að smíða bíl í kjallara.
Lesa fréttSíðstu helgi var Garún keyrð á akstursbraut AÍH í Hafnarfirði. Helgin nýttist vel til að gera ýmsar mælingar og einnig til að þjálfa ökumenn liðsins. Við vonumst til þess að þessar keyrslur verði að reglulegum viðburði hjá okkur.
Lesa frétt