Kynningarfundir Team Spark 2020

8. september 2020

Nýtt skólaár er hafið í Háskóla Íslands og þýðir að nýtt ár er hafið í Team Spark.

Við í Team Spark erum að leita að nýju fólki til þess að vera með okkur í liðinu næsta árið.

Auðvitað eru öll velkomin í liðið og ekki er nauðsynlegt að vera í verkfræði til þess að taka þátt!

Kynningarfundir verða bæði í gegnum netið og í VR-II.

Zoom kynningarfundur: 9. og 10. september kl 17:00

Kynning í HÍ, VR-II stofa 152: 9. og 10. september kl 20:00