Team Spark á leið til Spánar!

7. mars 2023

Liðið stefnir til Spánar í ágúst þar sem við munum keppa á hinni velþekktu formúlu 1 braut, Circuit de Barcelona. Síðast fór liðið til Spánar árið 2019 og erum við verulega spennt að feta í fótspor þeirra liðsmanna sem kepptu fyrir hönd Team Spark þá. Að þessu sinni höfðum við 6 keppnir að velja um, en við komumst einnig inn hjá Rúmeníu, Bretlandi, Swiss, Portúgal og Ítalíu.Við erum alveg einstaklega stolt af þeim árangri að komast inn á 6 keppnir enda hörð samkeppni um þátttökurétt, en til að öðlast hann voru þeytt próf fyrir hverja keppni sem haldin voru á svokölluðum regluprófsdegi þar sem við þeyttum prófin hver á eftir öðrum. Lögðu liðsmenn mikið á sig í undirbúningi fyrir prófin sem svo sannarlega sést að hefur borgað sig.

Liðsmenn að fagna seinast þegar liðið keppti á Spáni

Brautin sem liðið mun keppa á