Vísindavaka

12. nóvember 2024

Haustið hefur verið viðburðaríkt hjá Team Spark, nýliðun hefur gengið mjög vel og í tilefni að því fórum við í pílu á Skor til þess að skemmta okkur og kynnast hvort öðru.

Í lok september var vísindavaka Rannís haldin í Laugardalshöll. Þangað fóru fulltrúar frá liðinu með bílinn okkar Fenri TS24 til að sýna gestum hann og svara spurningum frá forvitnum krökkum. Vísindavakan var fyrst haldin árið 2006 og er nú stærsti vísindamiðlunar viðburður Íslands og því heiður að fá að taka þátt ásamt fremsta vísindafólki landsins. 

Árlegi hönnunarbústaðurinn okkar var haldinn dagana 11 - 13 október. Þar fengu hópar liðsins tækifæri til þess að sökkva sér í verkefnin sín og afrekaðist mikið þessa helgi. Ásamt því nutum við þess að vera öll saman og fórum í ýmsa hópeflisleiki til að þjappa hópnum saman. Framundan er fullt af spennandi verkefnum og við höldum áfram að leyfa ykkur að fylgjast með.